School Archive er nemendaskrá fyrir tónlistarskóla til þess að hafa allar upplýsingar skólans aðgengilegar á einum stað. Kerfið er verkfæri skólastjóra, yfirkennara, ritara, deildarstjóra, kennara og foreldra. Hentar jafnt stærri og minni skólum. Virkar hvar og hvenær sem er á internetinu á borð- og spjaldtölvum einnig í snjallsímum.
Helstu eiginleikar kerfisins
Eftifarandi eru helstu eiginleikar kerfisins:
- Umsókn um skólavist
- Möguleiki á sjálfvirkum tölvupósti við móttöku umsóknar
- Möguleiki á sjálfvirkum tölvupósti við samþykkt umsóknar
- Möguleiki á að bæta við viðbótarspurningum á umsókn eins og spurningum um persónuvernd
- Þjónustugátt fyrir forráðamenn, þar sem forráðamenn geta:
- skráð sig inn í gengum Ísland.is
- breytt heimilisfangi, netfangi og símanúmerum
- skoðað upplýsingar um skólagjöld og greiðslur
- skoðað feril, skólasókn, heimavinnu, stundaskrár, námsmat, próf og verkefni
- tilkynnt fjarveru, kennari fær SMS og tölvupóst
- skoðað umsóknir umskólavist og endurnýjað umsóknir
- svarað persónuverndarspurningum og öðrum upplýsingum sem skólinn óskar eftir
- Samskipti
- Tölvupóstsendingar á persónur og hópa
- SMS á persónur og hópa
- Netföng eru daglega sannreynd á móti póstþjónum
- Nemendur
- Einkatímar og hóptímar
- Stundaskrá
- Skólasókn nemenda
- Próf og námsmat
- Tónleikar, viðburðir og verkefni
- Heimavinna
- Hljóðfæraleiga
- Forráðamenn
- Skólagjöld, fjölskylduafsláttur, leiga, aukagjöld og innborganir
- Innheimta skólagjalda og frístundastyrks í gegnum Nóra
- Greiðsludreifing skólagjalda í 3-8 greiðslur
- Innheimtulisti sem hægt er að senda í banka til að stofna kröfur í heimabanka
- Kennarar
- Kennaraaðgangur
- Tímaútreikningar samkvæmt gildandi kjarasamningum
- Stundaskrá
- Stofur
- Stundaskrá
- Stofubókanir
- Eignaskrá
- Eignaskrá með mynd og viðhaldsskrá
- Fjölmargar fyrirspurnir þar sem hægt er að velja dálka sem birtast, skoða í vafra eða í Excel eða texta skrá
- Fjölmargar skýrslur sem hægt er að flytja út í PDF, Word og Excel eða prenta beint út
- Viðmót á íslensku og ensku fyrir borðtölvur, spjaldtölvur og snjallsíma
- Mismunandi aðgangsstýringarhlutverk að upplýsingum
- Aðgangur að daglegu afriti (ekki aðgengilegt kennurum)
- Stöðug afhending á nýjungum í kerfinu
Smelltu á eftirfarandi hlekk til þess að skoða lista yfir allt það sem hægt er að skrá í kerfið.
Leiðbeiningar
Með kerfinu fylgja leiðbeiningar þar sem farið er í gegnum helstu aðgerðir skref fyrir skref. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar beint úr kerfinu. Fréttir um nýjungar eru gefnar út jafnóðum á fréttasíðu kerfisins.
Tækni
Kerfið er skrifað í ASP.NET í .NET Framework 4.8 frá Microsoft með Microsoft Visual Studio. Gögn eru geymd í Microsoft SQL Server 2019 gagnagrunni. Skýrslur eru unnar í Reporting Services fyrir Microsoft SQL Server. Kerfið er hýst á Microsoft Windows Server 2019 vefþjóni hjá Advania.
Í vafranum sést lás sem gefur til kynna að öll samskipti eru dulkóðuð í gegnum TLS, í slóðinni sést þá https í stað http.
Afrit af gagnagrunninum er sjálfkrafa vistað daglega. Með þessu móti er hægt að endurheimta gögn aftur í tíma ef gögnum er óvart eytt. Hægt er að fara inn á prófunarumhverfi kerfisins með gögnum frá deginum áður. Þann aðgang er að hægt að nota til þess að þjálfa nýja notendur, og framkvæma prófanir.
Lykilorð notenda eru varin með (hash) dulkóðun í eina átt þannig að ekki er hægt að finna út hvaða lykilorð eru skráð aðeins hægt að sannreyna hvort innslegið lykilorð sé rétt. Gerð er krafa um flókin lyklorð notenda, þau þurfa að vera 12 stafir að lengd og innihalda bókstafi, tölustafi og tákn.
Skólar
School Archive kerfið er nú þegar í notkun í 43 tónlistarskólum. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 1989. Skólarnir sem nota kerfið hafa komið með fjölmargar ábendingar og hugmyndir sem hafa stuðlað á þróun kerfisins.