Um kerfið

School Archive er nemendaskrá fyrir tónlistarskóla til þess að hafa allar upplýsingar skólans aðgengilegar á góðum stað. Kerfið er verkfæri skólastjóra, yfirkennara, ritara, deildarstjóra, kennara og foreldra. Hentar jafnt stærri og minni skólum. Virkar hvar og hvenær sem er á internetinu á borð- og spjaldtölvum einnig í snjallsímum.

Helstu eiginleikar kerfisins

Eftifarandi eru helstu eiginleikar kerfisins:

 • Umsókn um skólavist
  • Möguleiki á sjálfvirkum tölvupósti við móttöku umsóknar
  • Möguleiki á sjálfvirkum tölvupósti við samþykkt umsóknar
  • Möguleiki á að bæta við viðbótarspurningum á umsókn
 • Vefgátt fyrir foreldra, þar sem foreldrar geta:
  • skráð sig inn í gengum Ísland.is
  • breytt heimilisfangi, netfangi og símanúmerum
  • skoðað upplýsingar um skólagjöld og greiðslur
  • skoðað feril, skólasókn, stundaskrár, námsmat, próf og verkefni
  • tilkynnt fjarveru, kennari fær SMS og tölvupóst
  • skoðað umsóknir umskólavist og endurnýjað umsóknir
 • Samskipti
  • Tölvupóstsendingar á persónur og hópa
  • SMS á persónur og hópa
  • Netföng eru daglega sannreynd á móti póstþjónum
 •  Nemendur
  • Einkatímar og hóptímar
  • Stundaskrá
  • Skólasókn nemenda
  • Próf og námsmat
  • Tónleikar, viðburðir og verkefni
  • Hljóðfæraleiga
 • Forráðamenn
  • Skólagjöld, fjölskylduafsláttur, leiga, aukagjöld og innborganir
  • Innheimta skólagjalda í gegnum Nóra
  • Greiðsludreifing skólagjalda í 3-8 greiðslur
  • Innheimtulisti sem hægt er að senda í banka til að stofna kröfur í heimabanka
 • Kennarar
  • Kennaraaðgangur
  • Tímaútreikningar samkvæmt gildandi kjarasamningum
  • Stundaskrá
 • Stofur
  • Stundaskrá
  • Stofubókanir
  • Eignaskrá
 • Eignaskrá með mynd og viðhaldsskrá
 • Fjölmargar fyrirspurnir þar sem hægt er að velja dálka sem birtast, skoða í vafra eða í Excel eða texta skrá
 • Fjölmargar skýrslur sem hægt er að flytja út í PDF, Word og Excel eða prenta beint út
 • Viðmót á íslensku og ensku fyrir borðtölvur, spjaldtölvur og snjallsíma
 • Mismunandi aðgangsstýringarhlutverk að upplýsingum
 • Aðgangur að daglegu afriti (ekki aðgengilegt kennurum)
 • Stöðug afhending á nýjungum í kerfinu

Leiðbeiningar

Með kerfinu fylgja leiðbeiningar þar sem farið er í gegnum helstu aðgerðir skref fyrir skref. Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar beint úr kerfinu. Fréttir um nýjungar eru gefnar út jafnóðum á fréttasíðu kerfisins.

Tækni

Kerfið er skrifað í ASP.NET 4.6 frá Microsoft með Microsoft Visual Studio. Gögn eru geymd í Microsoft SQL Server gagnagrunni. Skýrslur eru unnar í Reporting Services fyrir Microsoft SQL Server. Kerfið er hýst á Microsoft Windows 2012 vefþjóni.

Í vafranum sést lás sem gefur til kynna að öll samskipti eru dulkóðuð í gegnum SSL, í slóðinni sést þá https í stað http.

Afrit af gagnagrunninum er sjálfkrafa vistað daglega. Með þessu móti er hægt að endurheimta gögn aftur í tíma ef gögnum er óvart eytt. Gagnagrunnurinn er jafnframt afritaður daglega á annan þjónn sem staðsettur er annarsstaðar. Hægt er að fara inn á prófunarumhverfi kerfisins með gögnum frá deginum áður. Þann aðgang er að hægt að nota til þess að þjálfa nýja notendur, og framkvæma prófanir.

Lykilorð notenda eru varin með (hash) dulkóðun í eina átt þannig að ekki er hægt að finna út hvaða lykilorð eru skráð aðeins hægt að sannreyna hvort innslegið lykilorð sé rétt.

Verð

Greitt er fyrir þjónustusamning sem gildir í eitt ár. Verð fer eftir fjölda nemenda eða 83.080 kr á ári með VSK fyrir minni skóla. Þjónustusamningurinn tryggir nauðsynlega þjónustu eins og hýsingu, afritunartöku, þróun á kerfinu og tilfallandi símaþjónustu.

Skólar

School Archive kerfið er nú þegar í notkun í 34 tónlistarskólum á Íslandi. Kerfið hefur verið í stöðugri þróun frá árinu 1989. Skólarnir sem nota kerfið hafa komið með fjölmargar ábendingar og hugmyndir sem hafa stuðlað á þróun kerfisins.

Pantaðu kynningu

Hafðu endilega samband og fáðu ókeypis kynningu á því hvernig kerfið getur hjálpað ykkur í þínum skóla.