Vefþjónn kerfisins ásamt gagnagrunni verður fluttur frá Advania til SpeedAdmin í Danmörku á næstu dögum en búast má við einhverjum truflunum vegna þessa. Búið er að eyða út þeim skólum sem ætla ekki að færa sig yfir í SpeedAdmin þannig að þeirra gögn færast ekki yfir. Gert er ráð fyrir að kerfið verði aðgengilegt þeim skólum sem eru með samning við SpeedAdmin út skólaárið.