Nú er hægt að sjá skráningardagsetningu athugasemda nemenda og forráðamanna. Eins er hægt að sjá hver skráði viðkomandi athugasemd með því að setja músarbendilinn yfir dagsetninguna. Þar sem dagsetningin kemur nú sjálfkrafa þarf ekki lengur að skrá hana með athugasemdinni.
Eftirfarandi athugasemdir eru á nemendasíðunni:
Athugasemdir nemanda: Fylgja nemandanum óðháð skólaári. Ef athugasemd er skráð er hún þannig sýnileg á öllum skólaárum.
Athugasemdir skólaársins: Fylgja skólaárinu. Ef athugasemd er skráð á hún aðeins við fyrir viðkomandi skólaár.
Athugasemdir forráðamanna: Fylgja skólaárinu. Athugasemd sem skráð eru á umsókn um skólavist birtist hér eftir að umsókn hefur verið samþykkt inn á skólaárið. Forráðamenn geta einnig breytt og skráð athugasemdir í gáttinni og birtast þær þá hér.