Búið er að bæta við tegundinni Frístundastyrkur í tegund skólagjalda. Aðrar tegundir skólagjalda eru: Skólagjald, Kostnaður og Leiga. Þessi nýja tegund hentar þeim sem eru ekki að innheimta allt skólagjaldið í Nóra heldur aðeins frístundastyrkinn (Frístundakort). Skólagjald sem er merkt þessari tegund hefur ekki áhrif á heildarskólagjaldið. Þannig er samt hægt að senda viðkomandi upphæð til innheimtu í Nóra og fylgjaast með greiðslustöðu á sama hátt og þegar allt skólagjaldið er sent í Nóra.
Frístundastyrkur sveitarfélaga getur verið mismunandi. Hægt er að keyra þennan styrk inn á alla greiðendur sem eiga rétt á styrknum með aðgerðinni „Skrá ákveðið gjald per nemanda á alla greiðendur“ með því að velja:
- Tegund skólagjalds: Frístundastyrkur
- Upphæð: Upphæð frístundastyrks (Skrá þarf frístundastyrkinn inn í gjaldskrá skólans undir Uppsetning skóla / skólagjöld).
- Greiðslumáti (Valkvætt)
- Skýring (Valkvætt)
- Aldur nemanda frá og með (Valkvætt)
- Aldur nemanda til og með (Valkvætt)