Nú er einfalt að skrá verkefni eins og tónleika og tónfundi í Microsoft Outlook eða Google dagatalið á síðunni Verkefni.
Á síðunni Verkefni er hægt er að smella á fyrri bláa dagatalshnappinn til að skrá í Outlook eða seinni gula hnappinn er til að skrá í Google.
Þegar smellt er á bláa hnappinn hleðst niður iCalendar skrá (.ics) sem hægt er að opna til að skrá verkefnið t.d. í Outlook en mögulegt er að skrá upplýsingarnar í önnur forrit líka þar sem iCalendar er staðlað format. Netfang kennara sem skráðir eru á verkefnið eru allir skráðir á viðkomandi viðburð í dagatalinu.
Ef smellt er á gula hnappinn er farið inn á nýskrá síðuna í Google dagatalinu þar sem helstu upplýsingar eru forskráðar.