Tölvupóstur á ákveðna nemendur og kennslu

Á síðunni Kennari er nú hægt að haka við nemendur og kennslu til að senda tölvupóst á svipaðan hátt og á síðunni Kladdi nema að hægt er að velja hópa í heilu lagi á síðunni Kennari en aðeins einstaka nemendur á síðunni Kladdi.

Umslögin efst undir Nemendur á síðunni Kennsla eru núna þannig að tölvupóstur er sendur á a) alla nemendur eða b) alla nemendur og forráðamenn, bæði einka- og hóptímanemendur. Áður var aðeins póstur á einkanemendur. Þá er jafnframt hægt þegar smellt er á umslagið efst að velja að senda bara tölvupóst á nemendur eða bara tölvupóst á forráðamenn eða greiðendur.

Þá er einnig hægt að smella á umslagið fremst í hverri línu á síðunni Kennari undir Nemendur til að senda póst á heila hópa ef um er að ræða hóp af nemendum.

Á síðunni Tölvupóstur er nú einnig hægt að velja kennara til að senda póst á alla hjá viðkomandi kennara.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.