Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla.
Fyrsta verkefnið á nýju ári er að flytja kerfið yfir á nýjan og betri vefþjón. Gert er ráð fyrir að flutningur hefjist föstudaginn 10. janúar kl. 18 og ætti kerfið að vera komið upp aftur laugardagskvöldið 11. janúar.
Helstu breytingar á árinu 2019 voru eftirfarandi.
- Hægt að skrá samkennslu í stundaskrá
- Prófverkefni í þjónustugátt
- Greiðslustaða í Nóra uppfærist sjálfkrafa
- Hægt að skrá kyn nemenda sem hlutlaust
- Myndbirting leyfð, nýtt svæði fyrir nemendur
- Veikindi nemenda skráð sem leyfi
- Hægt að sjá hverjir halda áfram námi á síðunni Heim
- Stilling til að fela námsmat í Þjónustugátt á meðan það er í vinnslu
- Heimasími ekki nauðsynlegur á umsókn um skólavist í stað þess er nauðsynlegt að skrá farsíma greiðanda
- Lykilorð nú minnst 12 stafir
- Netföng kennara geta nú verið mismunandi á milli skóla
- Fjölskylduafsláttur ekki reiknaður á fullorðna nemendur
- Hægt að raða eftir dagsetningum í Excel
- Ýmsar aðrar minniháttar breytingar og lagfæringar