Nú er hægt að skrá tvo eða fleiri nemendur í stundaskrá á sama tíma í sömu stofu. Þetta er hægt ef báðir tímar eru einkatímar með sömu lengd, sama kennara, sömu námsgrein og sama hlutfall.
Það er þannig áfram komið í veg fyrir að skráð sé í upptekna tíma ef um er að ræða árekstur við aðra hóptíma eða aðra kennara.
Þessi breyting gerir að verkum að ekki þarf að búa til sérstaka hóptíma fyrir samkennslu.