Viðverutegundin „Veikindi“ hefur verið fjarlægð úr kerfinu. „L“ (leyfi) er framvegis notað jafnt fyrir leyfi og veikindi. Ástæðan fyrir þessari breytingu er að upplýsingar um veikindi nemanda flokkast sem viðkvæmar persónuupplýsingar og gilda strangari reglur um skráningu og slíkum upplýsingum. Það er því ekki ráðlagt að skrá heilsufarsupplýsingar í athugasemdasvæði í kerfinu. Búið er að bæta við tilmælum til umsækjanda á umsókn um skólavist að skrá ekki slíkt í athugasemdir.