Innheimta skólagjalda með Nóra

Nú er kominn nýr möguleiki til að innheimta skólagjöld sem er í gegnum Nóra greiðslukerfið frá Greiðslumiðlun. Mörg sveitarfélög eru nú þegar að nota Nóra til innheimtu fyrir íþróttafélög og skóla og því liggur það beint við fyrir tónlistarskóla að nýta sér Nóra kerfið. Í Nóra er einfalt fyrir forráðamenn að ráðstafa frístundastyrk til greiðslu á skólagjaldi.

Á síðunni Forráðamaður er kominn nýr hnappur Nóri sem hægt er að nota til að senda viðkomandi gjald til innheimtu í Nóra. Ef smellt er á hnappinn er farið inn á Nóra síðu í kerfinu þar sem fram koma þær upplýsingar sem þegar eru komnar í Nóra ef einhverjar eru. Kennitala greiðanda, kennitala nemanda, upphæð og skýring er send í Nóra kerfið með því að smella á (+) hnappinn.

Í Þjónustugátt (vefgátt forráðamanna) birtist hnappur Greiða skólagjöld sem forráðamenn geta smellt á til að greiða skólagjöldin í Nóra og ráðstafa frístundastyrk.

2 comments

  1. Sæll Sveinn

    Hvaða kostnaður kemur á þetta fyrir utan það sem leggst á til Greiðslumiðlunar?

    Með kveðju Þrúður Gísladóttir ritari Tónlistarskóla Kópavogs

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.