Með því að fara í Uppsetning skóla / Valkostir / Þjónustugátt: Heldur áfram námi er hægt að virkja hnappa í Þjónustugátt (Vefgátt forráðamanna) þar sem Forráðamenn geta staðfest áframhaldandi skólavist rafrænt. Í Þjónustugáttinni geta forráðamenn umleið leiðrétt netföng og símanúmer.
Undir Fyrirspurnir / Nemendur (Excel) er hægt að sjá hverjir hafa svarað undir dálknum Vill halda áfram?.
Umsækjendur sem þurfa að velja annað hljóðfæri geta gert það í Þjónustugáttinni á flipanum Umsóknir með því að smella á Endurumsókn. Þær umsóknir er hægt að kalla fram með því að fara í Umsóknir og velja Já, heldur áfram í fellilistanum Fyrra nám.