Búið er að bæta við eftirfarandi aðgerðum undir Aðgerðir
- Skrá nemendur virka sem ætla að halda áfram námi (samkvæmt fyrra skólaári)
- Eyða óvirkum nemendum
Skrá nemendur virka sem ætla að halda áfram námi
Aðgerðin breytir Virkur í Já hjá þeim nemendum sem hafa skráð Já í „Heldur áfram námi? á fyrra skólaári“. Þegar nýtt skólaár er stofnað eru nemendur ekki skráðir virkir nema að búið sé að merkja við Já í „Heldur áfram námi?
Eyða óvirkum nemendum
Þegar það liggur fyrir hverjir ætla vera með á nýju skólaári er tilvalið að eyða út öllum þeim nemendum á nýja skólaárinu sem eru enn óvirkir og munu því ekki hefja nám.