Búið er að breyta stillingu á SMS virkni þannig að nú eru SMS send með íslenskum stöfum. Fyrir þessa breytingu var öllum íslenskum stöfum breytt þannig að það kom th í stað þ o.s.frv.
Hægt er að virkja/afvirkja SMS sendingar í kerfinu undir Stillingar->Valkostir->SMS. Rukkað er fyrir allar SMS sendingar einu sinni á ári samkvæmt gjaldskrá.
SMS eru send í gengum vefþjónustu hjá Símanum.