Að gefnu tilefni birtast nú eftirfarandi viðvaranir á síðunni umsóknir í dálknum „Á skrá“.
- (!) Nemandi er á skrá en með annað nafn. Hér gæti verið um að ræða prentvillu í nafni nemanda annað hvort á umsóknni sjálfri eða í kerfinu. Ef hinsvegar um allt annað nafn er að ræða er þessi viðvörun ábending um að röng kennitala hafi verið skráð á umsóknina eða í kerfið sjálft. Ef kennitala passar ekki við nafnið á umsókninni þarf að leiðrétta kennitöluna á umsóknni.
- (?) Hefur ekki stundað nám áður en er á skrá. Líklega hefur umsækjandi gleymt að velja að nemandi hafi stundað nám áður sem er bagalegt fyrir umsækjanda ef þær umsóknir hafa forgang.
- (?) Heldur áfram námi en er ekki á skrá. Á umsókninni er gefið upp að nemandi sé að halda áfram námi en kennitala nemanda finnst ekki á skrá. Hér gæti röng kennitölu verið skráð á umsókn eða þá í kerfinu sjálfu. Einnig er möguleiki á að ranglega sé gefið upp á umsókn að nemandi sé að halda áfram námi eða sé fyrverandi nemandi í skólanum. Þá gæti einnig verið um eldri nemanda að ræða áður en skráning í kerfið hófst.