Nú er hægt að hringja og senda SMS beint úr farsímanum í kerfinu.
Hægt að smella á öll símanúmer til þess að hringja beint úr spjaldtölvunni eða snjallsímanum. Ef um farsímanúmer er að ræða þá birtist mynd af farsíma fyrir aftan númerið sem hægt er að smella á til að senda SMS. Þegar smellt er á farsímasmámyndina opnast ný síða til að senda SMS. A SMS síðunni er hægt að senda SMS frá kerfinu sjálfu. Til að senda SMS úr farsímanum sjálfum er hægt að smella á SMS táknið á SMS síðunni.
Það er þó aðeins hægt að senda á eitt númer í einu úr farsíma.