Á síðunni Kennsla birtist nú fellilisti með nemendum viðkomandi kennara þegar kennari fer inn á sinn hóptíma. Kennari getur þá valið nemanda úr listanum og smellt á (+) hnappinn og þannig bætt nemandanum sínum við. Einnig getur kennari skráð ef nemandi hættir í hóptíma með því að skrá dagsetningu í reitinn hættur.
Á hóptíma er hægt að stilla hámarksfjölda nemanda en aðeins er hægt að bæta nemendum við hóptíma ef það eru laus pláss.