Tónleikar og efnisskrá

Búið er að bæta við að hægt sé að skrá námsgrein, höfund og athugasemdir á verkefnaatriði. Kennarar geta valið námsgrein þegar verið er að skrá nemanda í verkefnið en námsgreinin hjálpar umsjónaraðilum að raða atriðum upp á tónleikunum. Athugasemdir er hægt að skrá t.d. hvaða búnað þarf, t.d. nótnastatíf, skemil og þessháttar. Hefð er fyrir því að höfundur og verk séu í sér dálkum á efnisskrám og höfundur kemur gjarnan á undan heiti verks.

Efnisskrá er svo hægt að kalla fram í PDF á síðunni Verkefni. Um er að ræða hefðbundna efnisskrá sem hægt er að ljósrita og brjóta saman. Logo skólans kemur fram á forsíðunni ef búið er að setja inn logo undir Stillingar->Skóli->Logo.

Ef um hópatriðið er að ræða þarf að passa að allir sem spila saman séu með sama röðunarnúmer og birtast þá nafn allra sem spila undir því atriði ásamt hljóðfæri. Með því að smella á örina er hægt að velja viðkomandi hópatriði og þá er hægt að breyta textanum neðst og smella á vista en þá breytist textinn hjá öllum sem eru með viðkomandi röðunarnúmer. Líka er hægt að eyða út völdu atriði.

Hægt er að skrá nokkra höfunda og nokkur verk og þá er best að skrá hvern höfund og verk í sér línu.

Það fyrirkomulag að handskrifa atriði fyrir tónleika á lista sem er svo notað til þess að handlykla inn efnisskrá ætti því ekki lengur að þurfa.

 

 

 

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.