Nú er hægt að skrá mætingar á verkefni, hægt er að skrá Mætti, Seint, Veikindi, Leyfi eða Fjarvist á hvert atriði. Best er að gera þetta á Verkefnasíðunni enn einnig hægt að skrá þetta á Verkefnaflipanum á Nemendasíðunni.
Verkefni kemur fram á skýrslunni Vitnisburður þótt ekkert sé skráð en ef skráð er Veikindi, Leyfi eða Fjarvist þá kemur atriðið ekki lengur fram þar.
Kennarar geta aðeins merkt við sína nemendur en hægt er að skrá umsjónarkennara á verkefni sem getur skráð á alla nemendur í verkefninu.
Foreldrar geta einnig boðað forföll á verkefni í vefgátt forráðamanna.