Nú er hægt er að skipta eftirstöðvum í allt að 8 greiðslur.
Hægt er að skipta eftirstöðvum sjálfvirkt í 3 til 8 greiðslur með því að fara í Aðgerðir→Skipta eftirstöðvum í 3..8 greiðslur. Birtast þá upphæðir á gjalddaga 1 til 8 á síðunni forráðamaður. Að þessu loknu er að hægt að senda viðkomandi gjalddaga í banka eða í bókhaldskerfi bæjarins svo hægt sé að útbúa kröfu sem greiðandi borgar að endingu í heimabanka. Hægt er að nota eftirfarandi fyrirspurnir þar sem hægt er tilgreina þann gjalddaga 1 til 8 sem á að útbúa lista fyrir.
- Greiðsludreifing
- Arion-banki-Excel-kröfusniðmát
- Greiðsla-Kröfupottur-Færslur (RB Landsbankinn)
Eftir að búið er að senda inn kröfur er hægt að merkja greiðsluna sem lokið með aðgerðinni „Skrá greiðslu lokið“ svo hægt sé að senda inn aftur ef greiðslur bætast við sem þarf að senda inn aftur á sama gjalddaga.
Undir uppsetningu skóla er hægt að stilla eftirfarandi
- Dagsetningar gjalddaga 1-8
- Skammstöfun skóla (Notað í Greiðsla-Kröfupottur-Færslur)