Hverng er hægt að hreinsa út notandanafn/lykilorð ef það er fast inni á síðunni?
Ef verið er að nota Google Chrome er hægt að smella á lykilinn efst til hægri.
Smella svo á X til að eyða aðganginum út.
Ef hinsvegar verið er að nota Internet Explorer í Windows þarf að fara í Control Panel (hægri smella á neðst til vinstri og velja Control Panel).
Smella á User Accounts
Smella svo á Manage Web Credentials
Smella á línuna fyri viðkomandi aðgang og velja Remove
Einnig er hægt að hreinsa út öll lykilorð með því að slá á ctrl-shift-del á lykilaborðinu. Upp kemur gluggi þar sem hægt er að merkja við Passwords og Auto fill form data (Google Chrome) eða Form data (Internet Explorer). Svo er smellt á Clear Browsing Data eða Delete til að hreinsa þetta út.
Eftirfarandi gluggi kemur upp í Google Chrome við ctrl-shift-del.
Eftirfarandi gluggi kemur upp í Internet Explorer við ctrl-shift-del.: