Á verkefni er nú hægt að skrá hámarkslengd og hvort nauðsynlegt sé að skrá lengd og skýringu þegar verið að skrá nemendur í verkefnið.
Eftirfarandi er hægt að stilla:
- Heiti: Heiti verkefnis
- Tegund verkefnis: T.d. tónleikar, samleikur, ferðalag o.s.frv. Tegundir er hægt að stilla fyrir hvern skóla.
- Dagsetning: Dagsetning verkefnis
- Hámarkslengd: Aðeins hægt að skrá nemendur og lengd í verkefnið meðan það er laust pláss
- Lengd nauðsynleg: Ef já, þarf að skrá lengd þegar nemendur eru skráðir í verkefnið.
- Skýring nauðsynleg: Ef já, þarf að skrá skýringu þegar verið er að skrá nemendur í verkefnið
- Virkt: Ef já, er hægt að skrá nemendur í verkefnið
- Kennarar: Þeir kennarar sem eru skráðir eru fyrir verkefninu geta breytt skráningum í verkefninu
Uppfært: 26.11.2016
Hópatriði eru skráð með sama röðunarnúmer þá telst lengdin bara sem eitt atriðið þó fleiri séu skráðir með sömu lengd.
Hægt að fá upp Word skjal með verkefninu þar sem uppsetningin tekur mið af hvort um hópatriði eða einstaklings atriði er að ræða.
Verkefnalistinn raðast í þeirri röð sem nemendur eru skráðir í verkefnið. Aðvellt er að breyta röðinni með því að velja röðunarnúmer í fellilista og er þá atriðinu skipt út fyrir atriðið sem velið er.
Hægt að skrá einstaka nemendur í verkefni á síðunni Nemandi. Einng er hægt er að skrá alla í ákveðnum hóptíma inn á verkefni með því að velja hóptímann á síðuni Verkefni og skrá skýringu og lengd.