Komin er í gang næturkeyrsla sem fer yfir öll netföng á virku skólaári í kerfinu og merkir þau sem eru til með og þau sem eru ekki í lagi með
. Athugað er hvort lén séu virk og prófað er að tengjast póstþjóni og fleira í þeim dúr.
Hægt er að fá upp lista yfir röng netföng með því að fara í Fyrirspurnir->Athuga->Netfang.
Ef netfangið er rétt birtist merkið og með því að smella á það er hægt að merkja netfang sem rangt. Ef hinsvegar netfangið er rangt birtist merkið
fyrir aftan netfangið en með þvi að smella á merkið er þá netfangið merkt sem rétt.
Ef netfangi er nýtt eða breytt eða það liggur ekki fyrir hvort netfangið sé rétt birtist merkið og ef smellt er á það er netfangið merkt sem rétt.
Þegar verið er að senda tölvupóst á netföng merkt sem röng birtast þau í rauðum lit undir Röng netföng. Póstur er ekki sendur á netföng sem eru merkt röng.