Flestir tónlistarskólar á Íslandi gefa fjölskylduafslátt af skólagjöldum. Þrjú kerfi eru aðallega í gangi.
- Það barn sem borgar mest fær engan afslátt. Það barn sem borgar næst mest fær ákveðin afslátt og svo koll af kolli hækkar afslátturinn.
- Ef aðeins einn fjölskyludmeðlimur er í skólanum er engin afsláttur gefin. Ef tveir fjölskyldumeðlimir eru í skólanum þá er gefin afsláttur og svo hækkar afslátturinn eftir því sem fleiri nemendur eru
- Fastur afsláttur er gefin óháð fjölda meðlima ef fleiri en einn er í skólanum.
Uppfært 10.8.2016
Hægt er að keyra inn fjölskylduafslátt fyrir kerfi 1 með því að fara í Aðgerðir -> Forráðamenn -> Uppfæra fjölskylduafslátt fyrir annað og þriðja barn. Velja svo prósentuafslátt og hvort um er að ræða annað eða þriðja barn. Og smella á Framkvæma. Þá er afslátturinn skráður inn sjálfvirkt.
Fyrir kerfi 2 og 3 er einfalt að skrá þennan afslátt inn. Það er gert með því að fara í Aðgerðir -> Forráðamenn -> Uppfæra fjölskylduafslátt á skólagjöldum. Velja svo afsláttinn og fjölda nemenda sem á við og smella á Framkvæma hnappinn. Þá er afslátturinn uppfærður á skólagjöldum þeirra greiðenda sem eru með viðkomandi fjölda nemenda eða fleiri.
Uppfært 17.8.2019
Nemendur 18 ára og eldri fá ekki afslátt þegar fjölskylduafsláttur er keyrður inn.