Búið er að gera nokkrar breytingar til einfalda skráningu á skólagjöldum. Helsta breytingin er sú að hægt er að skrá margar tegundir af skólagjöldum á hvern nemanda en áður var bara hægt að skrá eina tegund.
- Á flipanum Skóli/Skólagjöld er hægt að skrá gjaldskrá viðkomandi skóla. Þar er hægt að skrá fyrir hvaða hlutfall gjaldið á við (1, 0,5) þar sem gjaldið breytist yfirleitt eftir því. Í sumum tilfellum skiptir máli hvort um er að ræða grunn-, mið- eða framhaldsnám og því hægt að merkja við G, M og F fyrir hvert gjald. Að lokum er einnig hægt að merkja við hvaða námsgreinar gjaldið á við, því það getur einnig haft áhrif á gjaldið.
- Hægt er að skrá mörg gjöld og hvern nemanda undir Nemandi/Upplýsingar/Skólagjöld. Aðeins þarf að merkja við þau gjöld sem eiga við fyrir viðkomandi nemanda. Einnig er möguleiki á keyra þetta inn sjálfvirkt með aðgerðinni „Nemendur/Uppfæra tegund skólagjalds“. En sú aðgerð tekur mið af þeim upplýsingum sem hafa verið skráðar, hlutfall, megin áfangi og námsgrein og uppfærir skólagjöld á nemendur samkvæmt því. Tegund skólagjalds er sjálfkrafa skráð á nemendur þegar umsókn er samþykkt. Á síðunni Nemandi undir Kennsla birtist gult flagg ef ekki er búið að skrá tegund skólagjalds fyrir viðkomandi námsgrein sem hægt er að smella á til að skrá tegund skólagjalds á nemandann.
- Þegar búið er að velja tegund skólagjalds á nemanda birtist það undir Forráðamaður/Gjöld barna. Á þeim lista koma öll skólagjöld sem búið er að velja á hans börn. Hægt er að færa gjaldið til skráningar sem skólagjald með því að smella á plúsinn. Í stað þess að smella á plús hjá hverjum og einum er hægt að keyra þetta inn á alla greiðendur með aðgerðinni „Forráðamaður/Skrá skólagjöld á alla greiðendur í samræmi við tegund skólagjalda nemenda“.
Það að hægt sé að skrá fleiri tegundir á skólagjöldum á hvern nemanda ætti að gera að verkum að hægt er að skrá skólagjöld samkvæmt gjaldskrá á flesta greiðendur með frekar einföldum hætti.