Nú getur umsækjandi um skólavist sótt um hóptímanám sem færist sjálfkrafa inn í kerfið þegar umsókn um skólavist er skráð inn í kerfið með plús takkanum.
Undir Skóli->Námsgreinar er hægt að merkja námsgreinar sérstaklega sem eru kenndar í einkatímum. Ef námsgrein á umsókn er ekki merkt sem einkatími er nemandi nú skráður beint í hóptíma þegar umsóknin er skráð inn. Hér er einnig hægt að skrá kennara sem kennir viðkomandi námsgrein sem er svo hægt að velja á umsókn.
- Fyrst reynir kerfið að finna fyrirliggjandi hóptíma og er þá nemandi skráður í hóptíma
- sem finnst fyrir námsgrein, kennara, dag og tíma, ef ekki þá,
- sem finnst fyrir námsgrein, kennara og dag, ef ekki þá,
- sem finnst fyrir námsgrein og kennara, ef ekki þá,
- sem finnst fyrir námsgrein.
- Nýr hóptími er aðeins stofnaður ef ekki finnst hóptími fyrir viðkomandi námsgrein
Þessar breytingar ættu að minnka handavinnu við að búa til hóptíma og skrá nemendur í hóptíma þegar verið er að nota rafrænu umsóknina um skólavist.
.