Í kerfið er nú komin ný síða fyrir verkefni. Á síðunni er hægt að skrá og skoða upplýsingar um verkefni eins og tónleika, tónfundi námskeið og önnur nemendaverkefni. Eftirfarandi er nú hægt að gera.
- Senda öllum nemendum og forráðamönnum í viðkomandi verkefni SMS og tölvupóst
- Á síðunni Nemandi er hægt að smella á verkefni sem nemandi er skráður í til þess að skoða það nánar
- Skrá lengd og röð á viðkomandi atriði til að aðstoða við skipulagningu á tónleikum
- Hægt er að skrá umsjónaraðila/kennara á verkefni og geta þá viðkomandi umsjónaraðilar/kennarar breytt atriðum á síðunni
- Skrá verkefni óvirk. Kennarar geta ekki skráð nemendur á óvirk verkefni aðeins þau sem eru virk. Þannig er hægt að að koma í veg fyrir að kennarar skrái of marga nemendur á verkefni.
- Þau verkefni sem eru á döfinni birtast á síðunni Heim þar sem hægt er að smella á þau til þess að skoða nánar
Hægt er að sjá fyrir sér ýmsa fleiri möguleika varðandi verkefni sem gætu bæst við síðar.