Helstu breytingar og nýjungar í School Archive kerfinu á árinu 2014 eru eftirfarandi:
- Kerfið flutt á nýrri og betri vefþjón og kóði uppfærður í útgáfu 4.5 af .net
- Útlitsbreytingar og lagfæringar fyrir spjaldtölvur og farsíma. Viðmótið uppfærist sjálfkrafa á minni skjám.
- Fleiri stillingar varðandi námsmat. Hægt að skilgreina atriði á námsmati, o. fl.
- Betri rafræn umsókn um skólavist. Umsækjandi getur fengið svarpóst þegar sótt er um skólavist. Hægt að úthluta umsóknum á kennara til úrlausnar. Möguleiki á að umsækjendur samþykki skilmála skólans.
- Fleiri reitir til að skipta skólagjöldum. Möguleiki á að skipta skipta greiðslum sjálfkrafa.
- Sjálfkrafa hægt að fá nýtt lykilorð. Lykilorð renna út einu sinni á ári.
- Sérstakur aðgangur fyrir deildarstjóra
- Kennarar geta aðeins skráð umsagnir á gildandi skólaár til að fyrirbyggja mistök.
- Stofur sem ekki lengur eru í notkun er hægt að gera óvirkar. Hægt að skrá lýsingu á stofur.
- Hægt að skrá upphafs- og lokadag á kennslu
- Hægt að opna fyrirspurn sem texta
- Og fleiri smálagfæringar og breytingar
Eftirfarandi skólar tóku School Archive kerfið í notkun árinu 2014
- Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar
- Tónlistarskóli Seltjarnarness
- Tónlistarskóli Borgarfjarðar
- Musikskolen på Bernadotteskolen