Breytingar á námsmati

Búið er að gera breytingar á hvernig námsmat er skráð í kerfið. Í þeim tilgangi að gera námsmatið sveigjanlegara. Hingað til var harðkóðað í kerfið námsmat fyrir ástundun og árangur fyrir miðsvetrarmat og vormat. Í gegnum tíðina hafa ekki allir skólar nýtt sér þann möguleika að vera með miðsvetrarmat. Eins hafa sumir skólar kosið að nota önnur hugtök fyrir ástundun og árangur. Í nýja fyrirkomulaginu er hægt að stilla námsmatstegundir og atriði og hægt að gefa einkunnir fyrir alla mánuði skólaársins.

Fliparnir Miðsvetrarmat og Vormat hafa verið sameinaðir í einn flipa, þar sem námsmat getur nú átt við fleiri mánuði. Undir Skóli->Námsmat er hægt að stilla hvaða mánuðir eru sýnilegir. Fyrir breytingu var aðeins hægt að gefa fyrir Ástundun og Árangur og birtist það í sér dálkum. Eftir breytingu birtast atriði sem hægt er að gefa fyrir í línum. Þeir skólar sem vilja vera með annað mat en ástundun og árangur geta nú fengið skilgreind þau atriði til að meta eins og tónleikasókn og fleira. Eldra misvetrarmat birtist áfram undir des og eldra vormat birtist áfram undir maí.

Skýrslurnar Vitnisburður1-5 og Miðsvetrarmat virkar áfram eftir breytingar eins og áður. Þær virkar þó aðeins fyrir Ástundun og Árangur. Útbúa þarf nýjar skýrslur fyrir aðrar tegundir af námsmati.

Í framhaldi af þessum breytingum stendur til að hægt verði að senda námsmat í tölvupósti til Nemenda og forráðamann.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.