Þegar sendur var fjöldatölvupóstur úr kerfinu voru netföng aðskild með ; sem virkaði fínt í Outlook á PC. Hinsvegar lentu iPad og Mac notendur í vandræðum þar sem staðallinn segir til um að netföng skulu aðskilin með , ekki ;. Nú hefur þetta verið lagfært í samræmi við staðalinn.
Ef Outlook notendur lenda í vandræðum með þessa breytingu þá ætti að vera hægt að stilla Outlook þannig að þetta sé í lagi með því að fara í Options->Mail->Send messages-> og merkja við „Commas can be used to separate multiple message recipients“.
Hægt er að stilla hvaða póstforrit opnast með því að fara í Control Panel -> Default programs -> Set your default programs og skrá þar póstforritið sem þú vilt nota til að senda póst. Þeir sem vilja nota Gmail forritið geta stillt Google Chrome vafrann þannig að nýr póstur opnast beint í Gmail, sjá nánari upplýsingar um það hér.
Eftirfarandi vandamál geta skýrt vandamál sem geta komið upp við að senda tölvupóst í kerfinu.
- Er hægt að senda tölvupóst frá viðkomandi vél með því að fara í póstforritið á vélinni? Ef ekki þá þarf að leysa það fyrst þar sem tölvupóstur er sendur með því póstforritið sem er sett upp á viðkomandi tölvu. Tölvupóstforritið þarf að vera rétt uppsett og stillt.
- Opnast sama póstforritið sem þú notaðir til að senda póstinn í 1 þegar þú smellir á
merkið? Ef svo er ekki þarf að stilla vafrann (Safari, Firefox, Chrome, Internet Explorer) svo að rétt póstforrit opnist.
- Kann póstforritið að sundurliða netföngin þannig að hvert netfang sé aðskilið? Ef svo er ekki þá þarf að stilla póstforritið þannig að gert sé ráð fyrir að netföng séu aðskilin með kommu.