Nú er hægt að merkja fyrir hverja tegund skólagjalds hvaða námsgreinar og aukanámsgreinar (námsgrein, hlutfall, megináfangi) á við í gjaldskránni. En þá er hægt að keyra aðgerð sem skráir tegundina inn sjálfvirkt á alla nemendur. Þegar allir nemendur eru komnir með tegund skólagjalds má keyra inn á alla greiðendur gjaldið sjálfvirkt með annari aðgerð. Þetta getur sparað talsverða vinnu við skráningu á skólagjöldum.