Verkefni

Á verkefni er nú hægt að skrá hámarkslengd og hvort nauðsynlegt sé að skrá lengd og skýringu þegar verið að skrá nemendur í verkefnið.

Eftirfarandi er hægt að stilla:

 • Heiti: Heiti verkefnis
 • Tegund verkefnis: T.d. tónleikar, samleikur, ferðalag o.s.frv. Tegundir er hægt að stilla fyrir hvern skóla.
 • Dagsetning: Dagsetning verkefnis
 • Hámarkslengd: Aðeins hægt að skrá nemendur og lengd í verkefnið meðan það er laust pláss
 • Lengd nauðsynleg: Ef já, þarf að skrá lengd þegar nemendur eru skráðir í verkefnið.
 • Skýring nauðsynleg: Ef já, þarf að skrá skýringu þegar verið er að skrá nemendur í verkefnið
 • Virkt: Ef já, er hægt að skrá nemendur í verkefnið
 • Kennarar: Þeir kennarar sem eru skráðir eru fyrir verkefninu geta breytt skráningum í verkefninu

Uppfært: 26.11.2016

Hópatriði eru skráð með sama röðunarnúmer þá telst lengdin bara sem eitt atriðið þó fleiri séu skráðir með sömu lengd.

Hægt að fá upp Word skjal með verkefninu þar sem uppsetningin tekur mið af hvort um hópatriði eða einstaklings atriði er að ræða.

Verkefnalistinn raðast í þeirri röð sem nemendur eru skráðir í verkefnið. Aðvellt er að breyta röðinni með því að velja röðunarnúmer í fellilista og er þá atriðinu skipt út fyrir atriðið sem velið er.

Hægt að skrá einstaka nemendur í verkefni á síðunni Nemandi. Einng er hægt er að skrá alla í ákveðnum hóptíma inn á verkefni með því að velja hóptímann á síðuni Verkefni og skrá skýringu og lengd.

Tagged with:
Skrifað í Nýtt, Stilling

Tónlistarskóli Árbæjar

Tónlistarskóli Árbæjar hefur tekið School Archive kerfið í notkun. Við óskum þeim til lukku með kerfið.

32 tónlistarskólar um allt land nota nú kerfið á Íslandi og 1 skóli í Danmörku.

Skrifað í Fréttir

Að hreinsa út notandanafn og lykilorð

Hverng er hægt að hreinsa út notandanafn/lykilorð ef það er fast inni á síðunni?

Ef verið er að nota Google Chrome er hægt að smella á lykilinn efst til hægri.

Inline image 1

Smella svo á X til að eyða aðganginum út.

Ef hinsvegar verið er að nota Internet Explorer í Windows þarf að fara í Control Panel (hægri smella á Inline image 7 neðst til vinstri og velja Control Panel).

Smella á User Accounts

Inline image 8

Smella svo á Manage Web Credentials

Inline image 9

Smella á línuna fyri viðkomandi aðgang og velja Remove

Einnig er hægt að hreinsa út öll lykilorð með því að slá á ctrl-shift-del á lykilaborðinu. Upp kemur gluggi þar sem hægt er að merkja við Passwords og Auto fill form data (Google Chrome) eða Form data (Internet Explorer). Svo er smellt á Clear Browsing Data eða Delete til að hreinsa þetta út.

Eftirfarandi gluggi kemur upp í Google Chrome við ctrl-shift-del.

Clear browsing data

Eftirfarandi gluggi kemur upp í Internet Explorer við ctrl-shift-del.:

DeleteBrowsingHistory

 

Tagged with:
Skrifað í Leiðbeiningar

Netföng sannreynd

Komin er í gang næturkeyrsla sem fer yfir öll netföng á virku skólaári í kerfinu og merkir þau sem eru til með emailvalid og þau sem eru ekki í lagi með emailnotvalid. Athugað er hvort lén séu virk og prófað er að tengjast póstþjóni og fleira í þeim dúr.

Hægt er að fá upp lista yfir röng netföng með því að fara í Fyrirspurnir->Athuga->Netfang.

Ef netfangið er rétt birtist merkið emailvalid og með því að smella á það er hægt að merkja netfang sem rangt. Ef hinsvegar netfangið er rangt birtist merkið emailnotvalid fyrir aftan netfangið en með þvi að smella á merkið er þá netfangið merkt sem rétt.

Ef netfangi er nýtt eða breytt eða það liggur ekki fyrir hvort netfangið sé rétt birtist merkið emailmaybevalid og ef smellt er á það er netfangið merkt sem rétt.

Þegar verið er að senda tölvupóst á netföng merkt sem röng birtast þau í rauðum lit undir Röng netföng. Póstur er ekki sendur á netföng sem eru merkt röng.

Tagged with: ,
Skrifað í Nýtt

Aðgerð til að tilkynna fjarveru

Nú er hægt að skrá fjarveru nemanda og um leið senda kennara tölvupóst og SMS.

Á síðunni Nemandi undir Kennsla er komin nýr hnappur  date. Ef smellt er á hnappinn birtst nýr gluggi þar sem hægt er að tilkynna og skrá fjarveru fyrir viðkomandi nemanda og kennslu.

 • Tegund fjarveru: Leyfi eða veikindi
 • Dagsetning: Aðeins hægt að skrá fyrir daginn í dag eða fram í tímann
 • Skýring: Nauðsynlegt að fylla út fyrir leyfi

Tilkyning er send á netfang viðkomandi skóla og kennara ef hakað er við „Senda tölvupóst“. Einnig er sent SMS á farsímanúmer viðkomandi kennara ef hakað er við „Senda SMS“. Skólinn þarf að hafa opnað fyrir SMS sendingar, til að hægt sé að senda SMS.

Forráðamenn geta á sama hátt tilkynnt fjarveru í Vefgátt forráðamanna.

Tagged with: , ,
Skrifað í Nýtt

Hljóðfæraleiga

Hljóðfæraleiguflipinn á síðunni Nemandi birtir nú lista yfir öll hljóðfæri sem nemandi hefur tekið á leigu ekki bara á skólaárinu.

Sumir skólar eru að endurnýja hljóðfæraleigu á hverju ári en aðrir eru með það fyrirkomulag að hljóðfærasamningurinn gildir yfir lengri tíma og því nauðsynlegt að hægt sé að sjá það.

Tagged with:
Skrifað í Breytingar

Skráning í stundaskrá

Nú er hægt að skrá í stundaskrá á síðunni Stofa. Fyrst þarf að velja stofuna efst sem skrá á í. Næst þarf að velja dag og þá kemur upp listi yfir skráningar þann dag, í þeim lista er hægt að eyða skráningu. Næst þarf að skrá inn frá kl, mínútur, kennara og nemanda, og smella á add til að bæta við.

stofuskráning

Einnnig er hægt að skrá í stundaskrá á síðunni Nemandi og Kennsla. Aðeins er hægt að skrá lausa tíma.

Tagged with:
Skrifað í Nýtt

Sláðu inn netfangið til að fylgjast með þessu bloggi og fá tilkynningar um ný innlegg með tölvupósti.

Join 12 other followers

Sveinn Eyþórsson
Farsími: 897 1202
Heimasími: 588 1193
Kennitala: 170264-7469
VSK númer: 40791