Verkefni

Á verkefni er nú hægt að skrá hámarkslengd og hvort nauðsynlegt sé að skrá lengd og skýringu þegar verið að skrá nemendur í verkefnið.

Eftirfarandi er hægt að stilla:

 • Heiti: Heiti verkefnis
 • Tegund verkefnis: T.d. tónleikar, samleikur, ferðalag o.s.frv. Tegundir er hægt að stilla fyrir hvern skóla.
 • Dagsetning: Dagsetning verkefnis
 • Hámarkslengd: Aðeins hægt að skrá nemendur og lengd í verkefnið meðan það er laust pláss
 • Lengd nauðsynleg: Ef já, þarf að skrá lengd þegar nemendur eru skráðir í verkefnið
 • Skýring nauðsynleg: Ef já, þarf að skrá skýringu þegar verið er að skrá nemendur í verkefnið
 • Virkt: Ef já, er hægt að skrá nemendur í verkefnið
 • Kennarar: Þeir kennarar sem eru skráðir eru fyrir verkefninu geta breytt skráningum í verkefninu
Tagged with:
Skrifað í Nýtt, Stilling

Netföng sannreynd

Komin er í gang næturkeyrsla sem fer yfir öll netföng á virku skólaári í kerfinu og merkir þau sem eru til með emailvalid og þau sem eru ekki í lagi með emailnotvalid. Athugað er hvort lén séu virk og prófað er að tengjast póstþjóni og fleira í þeim dúr.

Hægt er að fá upp lista yfir röng netföng með því að fara í Fyrirspurnir->Athuga->Netfang.

Ef netfangið er rétt birtist merkið emailvalid og með því að smella á það er hægt að merkja netfang sem rangt. Ef hinsvegar netfangið er rangt birtist merkið emailnotvalid fyrir aftan netfangið en með þvi að smella á merkið er þá netfangið merkt sem rétt.

Ef netfangi er nýtt eða breytt eða það liggur ekki fyrir hvort netfangið sé rétt birtist merkið emailmaybevalid og ef smellt er á það er netfangið merkt sem rétt.

Þegar verið er að senda tölvupóst á netföng merkt sem röng birtast þau í rauðum lit undir Röng netföng. Póstur er ekki sendur á netföng sem eru merkt röng.

Tagged with: ,
Skrifað í Nýtt

Aðgerð til að tilkynna fjarveru

Nú er hægt að skrá fjarveru nemanda og um leið senda kennara tölvupóst og SMS.

Á síðunni Nemandi undir Kennsla er komin nýr hnappur  date. Ef smellt er á hnappinn birtst nýr gluggi þar sem hægt er að tilkynna og skrá fjarveru fyrir viðkomandi nemanda og kennslu.

 • Tegund fjarveru: Leyfi eða veikindi
 • Dagsetning: Aðeins hægt að skrá fyrir daginn í dag eða fram í tímann
 • Skýring: Nauðsynlegt að fylla út fyrir leyfi

Tilkyning er send á netfang viðkomandi skóla og kennara ef hakað er við „Senda tölvupóst“. Einnig er sent SMS á farsímanúmer viðkomandi kennara ef hakað er við „Senda SMS“. Skólinn þarf að hafa opnað fyrir SMS sendingar, til að hægt sé að senda SMS.

Forráðamenn geta á sama hátt tilkynnt fjarveru í Vefgátt forráðamanna.

Tagged with: , ,
Skrifað í Nýtt

Hljóðfæraleiga

Hljóðfæraleiguflipinn á síðunni Nemandi birtir nú lista yfir öll hljóðfæri sem nemandi hefur tekið á leigu ekki bara á skólaárinu.

Sumir skólar eru að endurnýja hljóðfæraleigu á hverju ári en aðrir eru með það fyrirkomulag að hljóðfærasamningurinn gildir yfir lengri tíma og því nauðsynlegt að hægt sé að sjá það.

Tagged with:
Skrifað í Breytingar

Skráning í stundaskrá

Nú er hægt að skrá í stundaskrá á síðunni Stofa. Fyrst þarf að velja stofuna efst sem skrá á í. Næst þarf að velja dag og þá kemur upp listi yfir skráningar þann dag, í þeim lista er hægt að eyða skráningu. Næst þarf að skrá inn frá kl, mínútur, kennara og nemanda, og smella á add til að bæta við.

stofuskráning

Einnnig er hægt að skrá í stundaskrá á síðunni Nemandi og Kennsla. Aðeins er hægt að skrá lausa tíma.

Tagged with:
Skrifað í Nýtt

Skoða upplýsingar

Nýtt myndskeið þar sem farið er yfir helstu síður í kerfinu fyrir kennara.

Tagged with:
Skrifað í Leiðbeiningar

Innskráning

Í eftirfarandi myndskeiði er farið í gegnum innskráningarferlið í School Archive.

Tagged with: ,
Skrifað í Leiðbeiningar

Sláðu inn netfangið til að fylgjast með þessu bloggi og fá tilkynningar um ný innlegg með tölvupósti.

Join 11 other followers

Sveinn Eyþórsson
Farsími: 897 1202
Heimasími: 588 1193
Kennitala: 170264-7469
VSK númer: 40791