Aðgerð til að tilkynna fjarveru

Nú er hægt að skrá fjarveru nemanda og um leið senda kennara tölvupóst og SMS.

Á síðunni Nemandi undir Kennsla er komin nýr hnappur  date. Ef smellt er á hnappinn birtst nýr gluggi þar sem hægt er að tilkynna og skrá fjarveru fyrir viðkomandi nemanda og kennslu.

  • Tegund fjarveru: Leyfi eða veikindi
  • Dagsetning: Aðeins hægt að skrá fyrir daginn í dag eða fram í tímann.
  • Skilaboð

Tilkyning er send á netfang viðkomandi kennara ef hakað er við „Senda tölvupóst“. Einnig er sent SMS á farsímanúmer viðkomandi kennara ef hakað er við „Senda SMS“. Skólinn þarf að hafa opnað fyrir SMS sendingar, til að hægt sé að senda SMS.

Einng er komin upp sú hugmynd að setja þessa virkni líka inn Vefgátt forráðamanna svo þeir geti einnig tilkynnt fjarveru á sama hátt.

Tagged with: , ,
Skrifað í Nýtt

Hljóðfæraleiga

Hljóðfæraleiguflipinn á síðunni Nemandi birtir nú lista yfir öll hljóðfæri sem nemandi hefur tekið á leigu ekki bara á skólaárinu.

Sumir skólar eru að endurnýja hljóðfæraleigu á hverju ári en aðrir eru með það fyrirkomulag að hljóðfærasamningurinn gildir yfir lengri tíma og því nauðsynlegt að hægt sé að sjá það.

Tagged with:
Skrifað í Breytingar

Skráning í stundaskrá

Nú er hægt að skrá í stundaskrá á síðunni Stofa. Fyrst þarf að velja stofuna efst sem skrá á í. Næst þarf að velja dag og þá kemur upp listi yfir skráningar þann dag, í þeim lista er hægt að eyða skráningu. Næst þarf að skrá inn frá kl, mínútur, kennara og nemanda, og smella á add til að bæta við.

stofuskráning

Einnnig er hægt að skrá í stundaskrá á síðunni Nemandi og Kennsla. Aðeins er hægt að skrá lausa tíma.

Tagged with:
Skrifað í Nýtt

Skoða upplýsingar

Nýtt myndskeið þar sem farið er yfir helstu síður í kerfinu fyrir kennara.

Tagged with:
Skrifað í Leiðbeiningar

Innskráning

Í eftirfarandi myndskeiði er farið í gegnum innskráningarferlið í School Archive.

Tagged with: ,
Skrifað í Leiðbeiningar

Ný aðgerð til að skrá fjölskylduafslátt

Nú er hægt að keyra inn fjölskylduafslátt fyrir annað og þriðja barn á greiðendur. Hægt að velja prósentu og svo hvort um er að ræða afslátt fyrir annað, þriðja eða fjórða barn. Með því að smella á framkvæma er viðkomandi afsláttur skráður inn á skólagjöld greiðenda.

 

Uppfæra afslátt

Fyrsta barn er það barn sem er með hæstu gjöldin og annað barn sem er með næst mest og svo koll af kolli.

 

Tagged with:
Skrifað í Aðgerðir

Kvittun í tölvupósti

Nú er hægt að senda Kvittun fyrir greiðslu skólagjalda í tölvupósti beint úr kerfinu.

Á síðunni Forráðamaður neðst er komin nýr hnappur Kvittun (Tölvupóstur). Ef smellt er á hann opnast ný síða sem sýnir tölvupóstinn eins og hann lítur út.

Með því að smella á hnappinn Senda neðst er pósturinn sendur á Greiðanda og jafnframt á netfang skólans.

Tagged with:
Skrifað í Nýtt

Sláðu inn netfangið til að fylgjast með þessu bloggi og fá tilkynningar um ný innlegg með tölvupósti.

Join 9 other followers

Sveinn Eyþórsson

Farsími: 856 7202
Heimasími: 588 1193
Kennitala: 170264-7469
VSK númer: 40791