Hljóðfæraleiga

Hljóðfæraleiguflipinn á síðunni Nemandi birtir nú lista yfir öll hljóðfæri sem nemandi hefur tekið á leigu ekki bara á skólaárinu.

Sumir skólar eru að endurnýja hljóðfæraleigu á hverju ári en aðrir eru með það fyrirkomulag að hljóðfærasamningurinn gildir yfir lengri tíma og því nauðsynlegt að hægt sé að sjá það.

Tagged with:
Skrifað í Breytingar

Skráning í stundaskrá

Nú er hægt að skrá í stundaskrá á síðunni Stofa. Fyrst þarf að velja stofuna efst sem skrá á í. Næst þarf að velja dag og þá kemur upp listi yfir skráningar þann dag, í þeim lista er hægt að eyða skráningu. Næst þarf að skrá inn frá kl, mínútur, kennara og nemanda, og smella á add til að bæta við.

stofuskráning

Einnnig er hægt að skrá í stundaskrá á síðunni Nemandi og Kennsla. Aðeins er hægt að skrá lausa tíma.

Tagged with:
Skrifað í Nýtt

Skoða upplýsingar

Nýtt myndskeið þar sem farið er yfir helstu síður í kerfinu fyrir kennara.

Tagged with:
Skrifað í Leiðbeiningar

Innskráning

Í eftirfarandi myndskeiði er farið í gegnum innskráningarferlið í School Archive.

Tagged with: ,
Skrifað í Leiðbeiningar

Ný aðgerð til að skrá fjölskylduafslátt

Nú er hægt að keyra inn fjölskylduafslátt fyrir annað og þriðja barn á greiðendur. Hægt að velja prósentu og svo hvort um er að ræða afslátt fyrir annað, þriðja eða fjórða barn. Með því að smella á framkvæma er viðkomandi afsláttur skráður inn á skólagjöld greiðenda.

 

Uppfæra afslátt

Fyrsta barn er það barn sem er með hæstu gjöldin og annað barn sem er með næst mest og svo koll af kolli.

 

Tagged with:
Skrifað í Aðgerðir

Kvittun í tölvupósti

Nú er hægt að senda Kvittun fyrir greiðslu skólagjalda í tölvupósti beint úr kerfinu.

Á síðunni Forráðamaður neðst er komin nýr hnappur Kvittun (Tölvupóstur). Ef smellt er á hann opnast ný síða sem sýnir tölvupóstinn eins og hann lítur út.

Með því að smella á hnappinn Senda neðst er pósturinn sendur á Greiðanda og jafnframt á netfang skólans.

Tagged with:
Skrifað í Nýtt

Nýjar aðgerðir

command

Búið er að setja inn eftirfarandi nýjar aðgerðir í kerfið:

 • Kennari
  • Merkja kennara: Upp kemur listi af kennurum sem hægt er að haka við til að merkja. Aðgerðin bætir við merkjum en hreinsar ekki út þau merki sem fyrir eru.
 • Nemandi
  • Merkja nemendur: Upp kemur listi af nemendum sem hægt er að haka við til að merkja. Aðgerðin hreinsar ekki út fyrri merki.
 • Kennsla
  • Skrá merkta nemendur í hóptíma: Eftir að búið er að merkja nemendur er hægt með þessari aðgerð að skrá þá alla í einu lagi í hóptíma.
 • Próf
  • Loka öllum prófum í stöðunni Í lagi: Til að loka öllum prófum á skólaárinu sem eru með stöðuna Í lagi.
  • Skrá afhendingardag prófskírteina: Hér er hægt að setja inn dagsetningu skólaslita sem er þá skráð á öll próf á skólaárinu þar sem ekki er þegar búið að skrá afhendingardagsetningu.

 

Tagged with:
Skrifað í Aðgerðir

Sláðu inn netfangið til að fylgjast með þessu bloggi og fá tilkynningar um ný innlegg með tölvupósti.

Join 8 other followers

Sveinn Eyþórsson

Farsími: 856 7202
Heimasími: 588 1193
Kennitala: 170264-7469
VSK númer: 40791
Fylgja

Get every new post delivered to your Inbox.